Translate to

Fréttir

Rafræn kosning um kjarasamninga Verk Vest

Rafræn kosning og gamli góði kjörkassinn heyrir sögunni til Rafræn kosning og gamli góði kjörkassinn heyrir sögunni til

Undirbúningur fyrir atkvæðagreiðslu vegna nýgerðra kjarasamninga er nú í fullum gangi. Ákveðið hefur verið að viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu vegna kjarasamninga Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Landssambands verslunarmanna (LÍV).

Kynningnabæklingur vegna kjarasamninga SGS á íslensku, pólsku og ensku hefur verið útbúinn og fer í póst 11. júní. Fyrstu bæklingar ættu að bærast í hendur félagsmanna þann 12. júní, en þá verður opnað fyrir atkvæðagreiðslu. Einnig er aðgengilegt kynningarefni um samninga SGS hér á síðunni.

Tímasetning atkvæðagreiðslu SGS: Hefst kl. 8:00 þann 12. Júní og stendur til kl. 12:00 þann 22. Júní.

Atkvæðaseðill: Texti atkvæðaseðils verður svo: „Samþykkir þú fyrirliggjandi kjarasamning sem undirritaður var 28. maí 2015?  Já             Nei         Skila auðu

Hjá verslunarmönnum verður einnig rafræn atkvæðagreiðsla. Helstu upplýsingar um innihald samning verða send með til félagsmanna. Einnig má finna upplýsingar á heimasíðu LÍV um helstu atriði samningsins.

Tímasetning atkvæðagreiðslu LÍV: Kjörgögn verða póstlögð þann 9. júní og hefst rafræn kosning þann 10. júni kl.09:00. Kosningunni lýkur þann 22. júní kl.12:00.

Það skal ítrekað að hægt verður að koma á skrifstofur Verk Vest á Ísafirði og Patreksfirði á opnunartíma til að kjósa eða fá aðstoð við rafræna kosningu.

Deila