Translate to

Fréttir

Réttindamál og jöfnun lífeyrisréttinda í brennidepli á kjaramálaráðstefnu Verk Vest

Kröftug vinna á kjaramálaráðstefnu Verk Vest Kröftug vinna á kjaramálaráðstefnu Verk Vest
Formaður og varaformaður standa í ströngu Formaður og varaformaður standa í ströngu
Iðnaðarmenn í þungum þönkum Iðnaðarmenn í þungum þönkum

Ágæt þátttaka var í kjaramálaráðstefnu Verk Vest sem var haldin laugardaginn 2.október síðast liðinn. Unnið var með svo kallað þjóðfundarform, þar sem allar hugmyndir eru lagðar fram og kosið um þær sem hver hópur leggur mesta áherslu á. Í lokin var hópunum síðan blandað samana og kosið um sameiginleg mál verkalýðshreifingarinnar og hvað ætti að sækja á ríkið í viðræðunum sem eru framundan. Helstu áherslur kjaramálaráðstefnunnar munu síðan nýstast samninganefnd félagsins við mótun kröfugerðar vegna kjarasamninga sem flestir eru lausir frá og með 1.desember næst komandi.  Þátttakendum kjaramálaráðstenunnar var ljós sú erfiða staða sem er framundan í þjóðfélaginu, í því samhengi voru áherslur á réttinda og velferðarmál  einna helst í forgrunni í umræðuhópum ráðstefnunnar. Krafa um jöfnun lífeyrisréttinda á við opinbera starfsmenn var ofarlega á baugi ásamt kröfu um breytingum á skattþrepum og persónuafslætti.  Í því samhengi  má nefna að lægsta skattþrep verði hækkað í kr.280.000 og barnabætur verði hækkaðar en ekki skertar. Einnig má ljóst vera út frá þeim áherslum sem komu fram að félagsmenn vilja stuttan samningstíma. Þar verði lögð áhersla á krónutöluhækkun og að kjör þeirra lægstlaunuðu verði bætt með ýmsum hætti. Má þar nefna að grunnlaun verði ekki undir 200.000, laun verði verðtryggð ásamt hækkun atvinnuleysisbóta. Þá var tilfærsla á áunnum réttindum á milli vinnuveitenda þátttakendum kjaramálaráðstefnunnar mjög hugleikin.    

Deila