Translate to

Fréttir

Réttur fólksins, ekki rukkaranna

Aðgerðir til bjargar heimilum hafa verið í skötulíki Aðgerðir til bjargar heimilum hafa verið í skötulíki

 

Miðstjórn ASÍ krefst nú þegar aðgerða af hálfu stjórnvalda til að bregðast við greiðsluvanda þeirra heimila sem verst standa.Ríkisstjórnin hefur haft heilt ár til að bregðast við fjárhagslegu hruni þúsunda heimila.  Aðgerðirnar hafa verið í skötulíki.  Bankar og fjármálastofnanir hafa verið fengnar til að útfæra björgunaraðgerðir, stofnanir sem hugsa fyrst og fremst um að lágmarka eigin skaða en ekki endilega um heill skuldarans.  Þetta er aðferðafræði sem miðstjórn ASÍ hafnar. 


Stjórnvöld eiga að hafa kjark og þor til að setja heimilin í landinu í fyrsta sæti.  Frá yfirtöku ríkisins á bönkunum hefur milljörðum verið varið til skilanefnda bankanna sem hafa það hlutverk að lágmarka tjón og hámarka eignir. Heimili landsmanna eru í sömu stöðu og bankarnir hvað þetta varðar en samfélagslegt verðmæti þeirra og velferð fjölskyldnanna í landinu eru hins vegar ómetanlegir hagsmunir allrar íslensku þjóðarinnar.  Því krefst miðstjórn ASÍ aðgerða fyrir heimilin strax.

Deila