Ríkisstarfsmenn fá hækkun orlofsuppbótar í júní 2009
"Til upplýsingar fyrir stéttarfélög og stofnanir
Við núverandi stöðu kjarasamninga eru ríkisstarfsmenn einu félagsmenn stéttarfélaga á vinnumarkaði, sem ekki fengju hefðbundna orlofsuppbót í júní næstkomandi. Til að stuðla að jafnri stöðu stéttarfélaga í aðdraganda þjóðarsáttar um launaþróun hefur fjármálaráðherra ákveðið að starfsmenn ríkisins sem fengið hafa orlofsuppbót skv. kjarasamningum fái orlofsuppbót árið 2009 að upphæð kr. 25.200 eins aðrir launþegar.
Um skilyrði vísast til sömu ákvæða kjarasamninga og giltu fyrir síðasta ár. Hafi einhver stéttarfélög ákvæði um hærri orlofsuppbót en 25.200 skal hún vera sama fjárhæð og sl. ár."
Þeir starfsmenn ríkisstofnana sem verða varir við að þessar greiðslur berist ekki með réttum hætti í júní næst komandi eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til félagsins.