Rógsherferð gegn verkalýðshreyfingunni
Af einhverjum undarlegum hvötum er enn herjað á verkalýðshreifinguna og forustumenn innan hennar og þeim brigslað um óheilindi. Er þar gefið í skyn að forystumenn innan hreyfingarinnar reyni að koma í veg fyrir að upplýsingar um þá sem sitji í stjórnum og nefndum verði gerðar opinberar. Þessar ásakanir komu fram í kvöldfréttum RÚV þann 21.desember sl.
En samkvæmt upplýsingum frá Jóni Jósep Bjarnasyni sem vinnur að gerð gagnagrunns um krosseignatengsl í atvinnulífinu þá hafi ASÍ synjað honum um þessar upplýsingar. Þetta er rangt. Á heimasíðu ASÍ eru birt nöfn allra þeirra sem eru í stjórnum og nefndum á vegum ASÍ. Aftur á móti var hafnað að veita Jóni Jósep Bjarnasyni upplýsingar um kennitölur þessara einstaklinga á meðan ASÍ biði eftir svari frá persónuvernd um hvort slíkt væri heimilt.
Á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga má finna allar upplýsingar um starfsfólk og þá sem eru í stjórn, deildarformenn, trúnaðarráði og öðrum nefndum hjá félaginu.