Translate to

Fréttir

Samfélag siðvæðingar - eigum við að borga fyrir patrýið ?

Ekki nutu Vestfirðingar margumtalaðs góðæris ! Ekki nutu Vestfirðingar margumtalaðs góðæris !

Þriðji fundurinn í röð fundarherferðar Alþýðusambands Íslands  var haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gærkvöldi. Fundurinn var í samstarfi við Verkalýðsfélag Vestfirðinga og landssambönd innan ASÍ. Ræðumenn kvöldsins voru þeir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, fundarstjóri var Finnur Magnússon formaður verslundardeildar Verk Vest.  Málefnalegar umræður sköpuðust í kjölfar framsögu þeirra Gylfa og Finnboga, en fundarmönnum var sérstaklega umhugað um samfélagið sem við búum í, hvert stefndi og hverjar ættu að vera helstu áherslur í uppbyggingu til framtíðar.  Samfélag siðvæðingar væri það sem almenningur vildi taka þátt í, þar sem auðlindir þjóðarinnar yrðu að sameign hennar. Þannig næðist sátt um þátttöku landsmanna í því uppbyggingarstarfi sem er framundan.  

 

Skýr krafa kom fram að skola þurfi út úr seðlabankanum í framhaldinu verði seðlabankastjórn ekki pólitískt skipuð. Þá kom fram algjört vantrausti á að stjórnendur nýju bankanna skuli vera sama fólkið og hélt áður um stjórnartaumana og bæri því ábyrgð á þeim vanda sem þjóðinni hefur verið komið í. Ganga þarf eftir því að fram fari vandað og fordómalaust uppgjör um hvert hlutverk fjármálastofnana, ríkisstjórnar, Seðlabanka og annara þátttakanda var í atburðarrásinni.  Ekki væri ásættanlegt að þurfa að sópa eftir partí útrásarvíkinga svo ekki sé talað um að þurfa að borga reikninginn fyrir því sem var skrifað hjá partíhöldurum, og líka fyrir skemmdirnar. 

 

Skuldastaða heimila og fyrirtækja var sem rauður þráður í máli fundarmanna og ræddar ýsmar leiðir til lausnar. Voru nefndar leiðir eins og greiðslujöfnun þar sem greiðslum yrði frestað þar til kaupmáttur laun ykist á ný. Í því samhengi var bent á möguleika þess að vísitölu tryggja laun.  Ekki væri rétt að þeir sem lenda í vanskilum við núverandi aðstæður án þess að fá neitt við ráðið verði ekki stimplaðir vanskilamenn alla tíð.  Umfjöllun um málefni fundarins má einnig sjá skutull.is.

Deila