Samið um nýja kauptaxta hjá starfsfólki sveitarfélaga
Nýir kauptaxtar hjá starfsfólki sveitarfélaga tóku gildi um áramótin og eru þeir nú aðgengilegir á vef Verk Vest. Gildistími kauptaxta er frá 1. janúar til 30. september 2023 en þá rennur gildandi kjarasamningur út. Nýir kauptaxtar hækka grunnlaun í launaflokki 117 að lágmarki um 35.000 kr. skv. nýrri launatöflu en hækkun grunnlauna nemur á bilinu 35.000 kr. til 49.359 kr. í launaflokkum 117-157.
Launaleiðréttingar ættu að skila sér til félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum með útborgun launa þann 1. febrúar.