Translate to

Fréttir

Samið við ríkið

Þann 1. júní var skrifað undir kjarasamning Starfsgreinasambandsins við ríkið. Samningurinn er á líkum nótum og samningar á almenna markaðnum, launahækkanir þær sömu og sömuleiðis eingreiðsla og álag á orlofs- og desemberuppbætur. Launahækkanir 2012 og 2013 koma þó mánuði síðar en í almenna samningnum, en á móti kemur 38.000 kr. eingreiðsla í lok samningstímans, 1. mars 2014.
Samningurinn verður afgreiddur með póstatkvæðagreiðslu og skulu úrslit hennar liggja fyrir 22. júní. Verið að útbúa kynningarefni sem mun væntanlega fylgja atkvæðaseðlum.

Samningurinn á pdf formi.
Frétt um samninginn á vef SGS.

Deila