Translate to

Fréttir

Samkomulag um verð á Ufsa

Ufsalöndun. mynd vf.is Ufsalöndun. mynd vf.is
Náðst hefur samkomulag við LÍÚ um verð á Ufsa þegar afla er ráðstafað til eigin vinnslu eða afli seldur til skylds aðila. Samkomulagið sem gildir frá 15.júní 2010 - 1.janúar 2011 er tilkomið vegna bókana um fiskverð í síðustu kjarasamningum. Verðið skal endurskoðað reglulega eða að minnsta kosti  mánaðarlega og skulu verðbreytingar meðal annars hafa hliðsjón af þróun aflaverðs samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Viðmið á verði fyrir ufsa í júní skal vera eftirfarandi:

Undirmál                 50 kr/kg
Að 1,7 kg                97 kr/kg
1,7 kg - 3,5 kg        119 kr/kg
3,5 kg og stærri      130 kr/kg
Deila