Frá umræðum á fundinum
Gjalkeri og ritari fara yfir stöðuna
Júlíus og Anne Berit einbeitt á svip
Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs Vest Vest, sem er einnig samninganefnd
félagsins, var samþykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við yfirlýsingu sem aðgerðarhópur
SGS sendi frá sér þann 27.apríl síðast liðinn. Á fundinum var einnig skipaður
aðgerðarhópur félagsins sem er ætlað að hafa umsjón með aðgerðum og vera
tengiliður við landssambönd ASÍ vegna verkfallsaðgerða. Mjög líflegar og heitar
umræður sköpuðust um þá stöðu sem kjarasamningsviðræðurnar væru komnar í og var forystu LÍÚ ekki vandaðar
kveðjurnar. Þá sköpuðust einnig nokkuð fjörugar umræður um ört hækkandi
eldsneytisverð og samþykkti fundurinn að senda frá sér eftirfarandi áskorun til
stjórnvalda.
„ Fundur stjórar og trúnaðarráðs Verk Vest haldinn
fimmtudaginn 28.apríl 2011 skorar á stjórnvöld að lækka nú þegar álögur á
eldsneyti á ökutæki. Hið háa verð eldsneytis ógnar búsetuskilyrðum í hinum
dreifðu byggðum landsins"