Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands ( SGS ) kom saman til fundar í vikunni til að fjalla um drög að samkomulagi ASÍ og Samtaka Atvinnulífsins sem nú liggur fyrir. Það var skýr niðurstaða fundarins að samþykkja samkomulagið. Helstu atriði samkomulags ASÍ og SA fjalla um styttingu samningstímans til 30. nóvember 2013 og hækkun iðgjalda til fræðslumála. Áætlað er að ASÍ og SA skrifi undir umrætt samkomulag mánudaginn 21. janúar. Með þessu móti hefur verið komið í veg fyrir óvissu um stöðu kjarasamninga og munu umsamdar launahækkanir því koma til framkvæmda 1. febrúar næstkomandi að öllu óbreyttu. Samkvæmt gildandi kjarasamningum eiga taxtalaun og lágmarkstekjutrygging að hækka um 11.000 krónur og önnur laun um 3,25%. 

 

Hægt er að nálgst drög að samkomulagi og yfirlýsingu ASÍ og SA á heimasíðu Samiðnar.

 

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að Starfsgreinasambandi Íslands og Samiðn en eiga fulltrúa í samninganefnd SGS.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.