Translate to

Fréttir

Samningar halda gildi - laun hækka 1.febrúar

Fulltrúar SA og ASÍ undirrita Fulltrúar SA og ASÍ undirrita
Ljóst er að laun á almennum vinnumarkaði munu hækka þann 1. febrúar. En aðilar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu samkomulag þess efnis í gær. Samkomulagið felur í sér styttingu samningstímans og verður gildistími kjarasamninga því til 30. nóvember 2013. Taxtalaun munu því hækka um kr.11.000 og önnur laun munu hækka um 3,25% þann 1. febrúar. Launatöflur á vef Verk Vest verða því uppfærðar samkvæmt gildandi kjarasamningum. Nánar er hægt að lesa um samkomulag ASÍ og SA ásamt sameiginlegri yfirlýsingu samtakanna á heimasíðu ASÍ.
Deila