Translate to

Fréttir

Samningar í höfn á Reykhólum

Þörungaverksmiðjan Reykhólum Þörungaverksmiðjan Reykhólum
Eggert Ólafsson trúnaðarmaður starfsmanna Eggert Ólafsson trúnaðarmaður starfsmanna

 

Kjarasamningur starfsmanna Þörungaverksmiðjunnar hf. voru undirritaðir eftir hádegið í dag.  Meginmarkmið kjarasamninganna var að ná sem mestri hækkun inn á dagvinnutaxtann, en uppbygging taxta starfsmanna Þörungaverksmiðjunnar er á nokkuð annan veg en gerist á almennum markaði. Þetta markmið náðist að stórum hluta þrátt fyrir að vissulega hefði verið ánægjulegra að landa samningi sem gæfi enn meira ef sér til okkar fólks, en dagvinnutaxtinn hækkar nettó um kr. 30.000 á samningstímanum.

En vegna uppbyggingu samningsins hefur sú hækkun meiri áhrif á heildarlaun en í almennu kjarasamningunum. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1.febrúar 2008 og taka laun leiðréttingum frá þeim tíma, sem var eitt af markmiðum samninganefndar starfsmanna. Gildistíminn er til 30. nóvember 2010 með sömu forsenduákvæðum og í samkomulagi ASÍ og SA frá 17. febrúar 2008.  Þá verða ákvæði aðalkjarasamning SA og Verk Vest um slysatryggingar, veikindi barna ofl. einnig hluti þessa samnings. Orlofs- og desemberuppbót fyrir 2008 verða kr. 70.578 hvor greiðsla fyrir fullt starf.  Þá  var einnig gengið frá yfirlýsingu um mætingarbónus og löndunarálag starfsfólks.

Deila