Lítið hefur gengið í viðræðum Sjómannasambands Íslands (SSÍ) við Landssamband smábátasjómanna (LS), hefur ekki verið haldinn fundur í deilunni frá því um páska. En staðið hefur á svörum frá LS vegna atriða sem þá stóðu út af borðinu. Á samningafundi í gær milli SSÍ og LS var ljóst að lengra yrði ekki farið án aðkomu ríkissáttasemjara. Var því ákveði að vísa deilunnu með formlegum hætti inn á hans borð. Það hefur áður komið fram hér á vefnum að erfiðlega hafi gengið í samningaviðræðum við LS. Það hefur alltaf legið fyrir að stjórn Verk Vest sem afhendi SSÍ umboð til samningsgerðar vildi að viðræðunum yrði vísað til sáttasemjara um leið og ljóst var að LS myndi ætla draga lappirnar í málinu.