Translate to

Fréttir

Samningur SGS við Launanefnd sveitarfélaga samþykktur

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samning SGS við Launanefnd sveitarfélaga, sem skrifað var undir 29. nóvember sl. liggur nú fyrir.  Alls voru 1.661 einstaklingar á kjörskrá. Atkvæði greiddu 753 eða 45,3%.  Já sögðu 726, nei sögðu 25. Auðir og ógildir seðlar voru 2. Niðurstaðan er sú að samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta greiddra atkvæða eða 96,4%.

Aðilar að samningnum eru eftirtalin aðildarfélög SGS: Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðsfélag Hrútfirðinga, Stéttarfélagið Samstaða, Aldan stéttarfélag, Eining -Iðja, Báran stéttarfélag, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágr., Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis og Verkalýðsfélag Grindavíkur.

 

Deila