Translate to

Fréttir

Samningur um kaup á flugmiðum

Mynd. visir.is Mynd. visir.is
Verk Vest og Flugfélagið Ernir hafa gert með sér samning um kaup á flugmiðum á flugleiðinni Bíldudalur - Rreykjavík. Flugmiðarnir eru eingöngu seldir til félagsmanna Verk Vest og verða afgreiddir hjá skrifstofu félagsins á Patreksfirði. Verð fyrir aðra leið með sköttum er kr. 7.500 og gilda flugmiðar samkvæmt samkomulaginu í ótakmarkaðann tíma. Með þessum samningi vilja Flugfélagið Ernir og Verkalýðsfélg Vestfirðinga gera félagsmönnum auðveldara fyrir að ferðast með flugi á hagstæðari kjörum. Einnig er samningurinn gerður til að vekja athygli almennings á flugsamgöngum um Bíldudalsflugvöll og hversu nauðsynlegar flugsamgöngur eru fyrir samfélagið í heild.
Deila