Translate to

Fréttir

Samningur við ríkið samþykktur

Starfsfólk Tjarnar á Þingeyri Starfsfólk Tjarnar á Þingeyri

Frétt af vef Starfsgreinasambandsins:
Atkvæðagreiðslu um samkomulag Starfsgreinasambands Íslands f.h. aðildarfélaga sinna, við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, um breytingar á kjarasamningi aðila, sem skrifað var undir 26. maí s.l., lauk nú upp úr hádeginu. Niðurstaðan er sú að samkomulagið var samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða.

Alls voru 2.139 einstaklingar á kjörskrá. Atkvæði greiddu 677 eða 31,7%. Já sögðu 616 eða 91,0%. Nei sögðu 55 eða 8,0%. Auðir og ógildir seðlar voru 6 eða 1,0%.

Kaupgjaldsskrá skv. nýja samningnum kemur á Verk-Vest vefinn um helgina. 

Deila