Samningur við sveitarfélögin samþykktur með 96% greiddra atkvæða
Atkvæði í póstatkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning Verk-Vest við Launanefnd sveitarfélaga hafa verið talin.
Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, rúmlega 96% þeirra sem kusu, en þátttaka var frekar dræm á vestfirskan mælikvarða.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:
Á kjörskrá voru 192.
Atkvæði greiddu 52, eða 27,08%.
Já sögðu 50, 96,15% þeirra sem atkvæði greiddu.
Nei sögðu 2, 3,85% þeirra sem atkvæði greiddu.