Translate to

Fréttir

Samtök atvinnulífsins draga kjarasamninga á langinn

1. maí kröfuganga á Ísafirði 1. maí kröfuganga á Ísafirði

Þrátt fyrir að rúmir tveir mánuður séu síðan launþegar lögðu hógværar kröfur fyrir Samtök atvinnulífsins þá eru krónurnar sem eiga að skila okkar fólki bættari kjörum enn í sjóðum atvinnurekanda. Þá hefur ríkisstjórnin enn ekki gefið svar um hvort tímabært sé að hún komi að samningaborðinu. Hvenær er tímabært að ríkisstjórnin komi að kjarasamningum ef það er ekki einmitt þegar deilan er komin í þann farveg sem hún er í nú?


Hver dagur sem launþegar eru samningslausir skilar atvinnurekendum háum upphæðum í eigin vasa. Því er það skýlaus krafa af hálfu launþega að þeim verði bættur sá tími sem liðinn er frá því kjarasamningar voru lausir 31. desember 2007. Minna má á að launþegar á almennum vinnumarkaði hafa því ekki fengið kauphækkun í 13 mánuði. Það er ekki líðandi að Samtök atvinnulífsins fresti því að koma með alvöru tilboð að samningaborðinu, tilboð sem tryggði lág- og millitekjuhópum umtalsverðar kjarabætur. Því miður hefur mesta orkan farið í orðhengilshátt og útúrsnúninga umboðslausra viðsemjenda úr röðum atvinnurekanda.


Þolinmæði launþega er á þrotum, fólkið sem hefur viðhaldið stöðugleika í efnahagslífi þjóðarinnar á ekki síður rétt á þeirri framfærslu sem aðrir þjóðfélagshópar hafa búið við. Það er ekki líðandi að á Íslandi skuli fólki vera ætlað að lifa af sultartöxtum, sem eru undir viðurkenndum fátækramörkum. Launþegar verða að lát í sér heyra þannig að tekið verði eftir, tími þolinmæði er á þrotum og tími aðgerða að renna upp.
Deila