Translate to

Fréttir

Samtök atvinnulífsins vilja banna Samkeppniseftirlitnu að verja almannahagsmuni

Síðastliðið sumar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu eftir ítarlega rannsókn að Mjólkursamsalan hefði brotið með alvarlegum hætti gegn banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu.  

Með almannahagsmuni að leiðarljósi hefur stjórn Samkeppniseftirlitsins ákveðið að skjóta ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla og stefna Mjólkursamsölunni til þess að fá ógilda niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar um samspil búvörulaga og samkeppnislaga og fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki til Mjólkursamsölunnar.

Til þess að verja hagsmuni  Mjólkursamsölunnar sem er í yfirburða stöðu á íslenskum mjólkurmarkaði, hvetja Samtök atvinnulífsins til þess að ákvæði sem heimilar Samkeppniseftirlitinu að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði fellt úr gildi. Það skýtur skökku við að hagsmunasamtök fyrirtækja í landinu skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda.

Nánar á vef ASÍ.

Deila