Translate to

Fréttir

Samvinna Vinnumálastofnunar og atvinnulífsins - vinnumarkaðsúrræði

Vinnumálastofnun hefur gefið út bækling þar sem fyrirtæki, sveitafélög, stofnanir og frjáls félagasamtök eru hvött til að nýta sér þau vinnumarkaðsúrræði sem í boði eru til að fjölga starfsfólki.  Þarna eru ýmsir möguleikar reifaðir og er vert að benda sveitarfélögum sérstaklega á ýmsa möguleika er varðar átaksverkefni. Einnig er rétt að benda iðnfyrirtækjum og öðrum þeim sem gætu nýtt sér starfsþjálfunarsamninga eða reynsluráðningar til fjölgunar starfa.  Þá er einnig vert að benda fyrirtækjum í nýsköpun á sem vilja þróa nýjar viðskiptahugmyndir á að nýta sér starfsorkuúrræði til fjölgunar störfum í nýsköpun.

 

Í bæklingnum eru helstu möguleikar og útfærslur á ráðningarformi reyfaðar sem og tekin dæmi. Atvinnurekandi ræður einstakling sem er tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins. Atvinnurekandinn greiðir einstaklingnum laun samkvæmt gildandi kjarasamningum en á móti þeim greiðslum greiðir Vinnumálastofnun atvinnurekandanum grunnatvinnuleysisbætur einstaklings ásamt 8% mótframlagi í lífeyrissjóð.

 

Bæklingurinn er allur hinn aðgengilegasti og á Vinnumálastofnun hrós skilið fyrir framtakið, en nálgast má upplýsingar um bæklinginn hér eða á vef vinnumálastofnunar.

Deila