fimmtudagurinn 15. desember 2011

Sérhæft fiskvinnslufólk útskrifað

Hópurinn komin með skírteinin
Hópurinn komin með skírteinin
1 af 3
Eins og kom fram hér á vefnum hefur staðið yfir kjarasamningsbundið fiskvinnslunámskeið á Flateyri. Því lauk formlega með útskrift föstudaginn 9.desember þegar Fræðslumiðstöð Vestfjarða útskrifaði 20 einstaklinga sem sérhæft fiskvinnslufólk. Fiskvinnslunámskeiðin eru hluti af kjarasamningsbundnu námi fiskvinnslufólks en sú breyting hefur orðið á náminu að það hefur verið fært undir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Þetta er fyrsta fiskvinnslunámskeiðið þar sem hluti þátttakenda er atvinnulaust fiskvinnslufólk, má því segja að brotið hafi verið blað í sögu þessara námskeiða. En forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Smári Haraldsson, sagði við útskriftina að með þessu væru Vestfirðingar enn og aftur í forystu þegar kæmi að útfærslu náms tengdu atvinnulífinu. Þegar hafa tvö fyrirtæki pantað námskeið í byrjun næsta árs, Vísir á Þingeyri og Kampi á Ísafirði. Verkalýðsfélag Vestfirðinga sendir útskriftarnemum árnaðaróskir með áfangann og hvetur þessa einstaklinga til að fylgjast með að launatöxtum verði breytt í samræmi við námið.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.