Translate to

Fréttir

Setningarræða formanns SGS: Frjálshyggjutilraunin mistókst herfilega

  "Frjálshyggjutilraun síðustu tveggja áratuga hefur fengið sinn dóm. Hún mistókst. Hún mistókst svo herfilega að íslensk þjóð verður áratugi að jafna sig á eftir." Þetta er meðal þess sem Kristján Gunnarsson, formaður SGS sagði í ræðu sinni þegar hann setti þing sambandsins rétt í þessu.
 

Hann sagði jafnframt að nú þyrfti þjóðstjórn, en ekki þjóðstjórn stjórnmálaflokkanna. "Hið eina rétta þjóðstjórnarmynstur að mínu viti, er að ríkisstjórn á hverjum tíma vinni náið með samtökum launafólks, sveitarfélögum og samtökum atvinnurekenda að því að skapa forsendur til framfara og uppbyggingar." Ræðu Kristjáns í heild má finna á vef SGS.

Deila