Sigur í dómsmáli
Hásetinn leitaði til félagsins sem gerði kröfu á hendur útgerðinni um aflahlut skv. kjarasamningi Alþýðusambands Vestfjarða. Útgerðin hafnaði kröfunni og var málið þá fengið lögmönnum Verk-Vest til innheimtu. Eins og fyrr segir liggur dómur nú fyrir.
Í dómsorði segir m.a:
"Stefnda hefur ekki lagt fram önnur gögn til sönnunar tilvistar þess munnlega samkomulags, sem félagið byggir varnir sínar á í málinu, en frá því sjálfu stafa, sbr. bréf félagsins til Verðlagsstofu skiptaverðs frá 7. ágúst 2007 og til Verkalýðsfélags Vestfirðinga frá 5. nóvember sama ár. Þá verður við úrlausn málsins ekki með nokkru móti fram hjá því litið að launakjör sem samið er um í kjarasamningum eru lágmarkskjör, sbr. 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Hefur stefnda engin rök fært fyrir því að félaginu hafi, þrátt fyrir tilvitnuð lagaákvæði, verið heimilt að semja við stefnanda um lakari launakjör en samkvæmt fyrrgreindum kjarasamningi. Samkvæmt þessu þykja varnir stefnda í málinu haldlausar með öllu."
Þá var tekið fram, að þar sem útgerðin hefði ekki lögskráð manninn á skipið, né heldur gert við hann ráðningarsamning, en hvort tveggja er skylt skv. lögum, væri enn frekari ástæða til að meta allan vafa á ráðningarskilmálum launþeganum í hag.
Útgerðin var dæmd til að greiða hásetanum 962.099 kr. með dráttarvöxtum, auk 270.000 kr. í málskostnað.
Bergþóra Ingólfsdóttir hdl. rak málið fyrir hönd hásetans.