Translate to

Fréttir

Sjómannadagspredikun séra Magnúsar Erlingssonar

Sr. Magnús er af sjómönnum kominn og lætur ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Mynd. bb.is Sr. Magnús er af sjómönnum kominn og lætur ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Mynd. bb.is

Í Sjómannadagsguðþjónustum á Ísafirði og í Hnífsdal var rómantík sjómennskunar ásamt framtíðarhorfum í greininni megininntak í predikun séra Magnúsar Erlingssonar sóknarprests í Ísafjarðarprestakalli.  Í ræðunni kemur Magnús víða við og tekur á sumum af þeim álitamálum sem sjómenn standa frammi fyrir í daglegum störfum og þeim vanda sem við öll stöndum frammi fyrir um þessar mundir eins og lesa má í þessu inngripi í predikun Magnúsar. 

" Ég þekki engar patentlausnir á yfirstandandi vanda okkar fremur en þið. En ég veit samt að neikvæðni mun ekki hjálpa okkur. Við þurfum að standa saman, hjálpast að og trúa því, vona og treysta því að það sé hægt að ná landi og komast í góða höfn. Það er mikil værðmætasköpun, sem á sér stað í sjávarútvegi. Fiskur er ekki einvörðungu frábær fæða heldur skapar hann okkur mikilvægan gjaldeyri. Ein mikilvægasta auðlind okkar Vestfirðinga eru gjöful fiskimið. Án þeirra getur byggðin hér vestra ekki dafnað. 

Við þurfum að endurheimta það orðspor, sem greinin hafði einu sinni. Það eru ótrúlega margir Íslendingar, sem hafa enga hugmynd um allt það þróunarstarf, uppgötvanir og vísindaþekkingu, tæknilausnir og nýjungar, sem verið er að vinna með í íslenskum sjávarútvegi. Við þurfum að halda þessu á lofti. Kynna sjávarútveginn fyrir unga fólkinu. Og vera stolt yfir því, sem bátaflotinn okkar og fyrirtæki í sjávarútvegi eru að gera. Við þurfum að endurheimta stoltið
. "

Predikunina má lesa í heild sinni á vef Ísafjarðarkirkju.

Deila