Translate to

Fréttir

Sjómenn skrifa undir tímamóta kjarasamning við útgerðarmenn

Mynd: Bergvin Eyþórsson Mynd: Bergvin Eyþórsson

Samtök sjómanna skrifuðu undir tímamóta kjarasamning við útgerðarmenn undir miðnætti í gær. Samningurinn er til 10 ára með uppsagnarákvæði sem hægt er að virkja eftir 4 ár. Stóra samningsatriðið var að ná 3,5% viðbótargreiðslum í lífeyrissjóð ásamt því að tryggja að kauptrygging og aðrar greiðslur til skipverjar tækju sömum hækkunum og á almennum vinnumarkaði. Viðmiðið samningsupphæða í krónum og prósentum er sambærilegt og í kjarasamningi SGS sem skilar sjómönnum umtalsverðum hækkunum á launaliðum. Frekari upplýsingar og kynningarefni verður birt á heimasíðu félagsins síðar í dag eða á morgun. Þá hefur verið ákveðið að halda opna kynningarfundi um innihald samningana en tímasetning þeirra funda liggur ekki fyrir. 

Undirritað eintak kjarsamnings sjómanna.

Atkvæðagreiðsla um samninginn mun hefjast 17. febrúar næstkomandi og á henni að vera lokið kl. 15:00 þann 10. mars næstkomandi. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslan verði rafræn og kynning um fyrirkomulag atkvæðagreiðslu verður samhliða kynningu um kjarasamninginn.

Deila