Sjómenn slysatryggðir í ferðum til og frá vinnu
Þetta kemur fram í frétt á mbl.is fyrr í dag þar sem vitnað er í niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hraðfrystistöðvar Þórshafnar gegn Tryggingarstofnun ríkisins. Í dómnum sem kveðinn var upp í lok mars kemur fram að sjómenn eigi að njóta tryggingaverndar almannatrygginga á ferðum sínum á vegum útgerða frá heimilum sínum. Umfjöllun á mbl.is má nálgast hér og dóminn í heild má finna á vef héraðsdóms Reykjavíkur.