Translate to

Fréttir

Sjómennt - fræðslusjóður sjómanna

Sjómennt, fræðslusjóður sjómanna, vekur athygli á nokkrum atriðum:

  • Breytingu á styrkfjárhæð
  • Námskeiðum sem ekki eru styrkhæf hjá sjóðnum
  • Gögnum sem þurfa að fylgja styrkumsóknum

Breytt upphæð tómstundastyrkja:

Frá 1. desember næstkomandi hækkar upphæð fyrir tómstundastyrki  upp í 20.000 kr., þó aldrei meira en 75% af námskeiðsgjaldi.

 

Aðrar upphæðir styrkveitingar eru óbreyttar:

Fyrir almenna styrki að hámarki 60.000 kr. á ári, þó aldrei meira en 75% af námskeiðsgjaldi.

Fyrir meirapróf allt að 100.000 kr. á ári, þó aldrei meira en 75% af námskeiðsgjaldi.

 

Sjómennt styrkir kaup á hjálpartækjum vegna rit- og lesörðugleika.

 

ATH að ekki er uppsafnaður réttur milli ára. Noti félagsmaður ekki styrkinn á tilteknu ári þá fyrnis réttur hans. Félagsmenn þurfa að sækja um styrk og skila inn viðeigandi fylgigögnum innan 12 mánaða frá því að námskeiði/námi lýkur.

 

Námskeið sem ekki eru styrkhæf hjá Sjómennt:

Af gefnu tilefni skal það ítrekað að útgerðum ber að greiða þátttökugjald starfsfólks síns í eftirfarandi námskeiðum. Þau eru ekki styrkhæf hjá sjóðnum:

 

•             STCW-grunnnámskeið (5 dagar)

•             Endurmenntunarnámskeið í öryggisfræðslu STCW (2 dagar)

•             Smábátanámskeið (1 dagur)

•             Endurmenntun smábátasjómanna (4 tímar)

 

Neiti útgerð að greiða eiga sjómenn að sjálfsögðu að leita réttar síns hjá sínu stéttarfélagi. Önnur námskeið eru ekki skylda og því styrkhæf hjá Sjómennt eins annað styrkhæft nám.

Deila