þriðjudagurinn 20. nóvember 2012

Sjómennt á flandri um landið

Fulltrúi frá fræðslusjóði sjómanna "Sjómennt" er á flandri um landið til að kynna fyrir sjómönnum ýmiskonar möguleika til náms, hvort heldur er starfstengt nám eða tómstundanám. Yfirskrift átaksins er "Ánægður sjómaður er betri starfskraftur". En megin markmið Sjómenntar er að auka hæfni sjómanna með starfstengdu námi en einnig að endurnýja þekkingu og þannig efla sjómenn í starfi. Sigríður Kristinsdóttir hefur verið ráðin í átaksverkefni fyrir sjóðinn sem felst í því að kynna þá námsmöguleika sem eru í boði auk þess að kynna námsleiðir sem og hver réttur sjómanna er til náms- og tómstundastyrkja hjá sjóðnum. Eru kynningar ýmist haldnar um borð í skipum eða hjá fræðslumiðstöðvum víða um land. Kynningafundirnir eru í nánu samstarfi við útgerðir og stéttarfélög sjómanna enda báðir aðilar að sjóðnum. Mjög vel var mætt á kynningarfund fyrir áhöfnina á Páli Pálssyni frá Hnífsdal sem haldinn var hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í dag, en ætlunin er að vera með fleiri kynningar hjá útgerðum og áhöfnum á félagssvæði Verk Vest nú fyrir jól.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.