Föstudaginn 23. mars afhenti Karitas Pálsdóttir formaður stjórnar Sjúkrasjóðs Verk-Vest gjöf til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Gjöfin er Hand- og fótaljós, en slík tæki gefa frá sér útfjólublátt ljós sem nýtist til að meðhöndla húðsjúkdóma, t.d. psoriasis. Þetta er færanlegur skjár sem hannaður er til að meðhöndla útbrot á höndum, fótum og andliti. Anette Hansen deildarstjóri og Örn Ingason yfirlæknir veittu gjöfinni viðtöku fyrir hönd stofnunarinnar.
Á myndinni eru f.v. Anette Hansen, Örn Ingason og Karitas Pálsdóttir.
Í baksýn er ljósaskápur sem Sjúkrasjóður Verkalýðsfélagsins Baldurs gaf til stofnunarinnar á sínum tíma.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.