Translate to

Fréttir

Sjúkrasjóður Verk Vest mikilvægur í Vestfirsku samfélagi

Stjórn sjúkrasjóðs Verk Vest Stjórn sjúkrasjóðs Verk Vest
Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur verið myndalegur í gjöfum til samfélgsmála á starfsárinu sem senn er að ljúka. Stjórn sjóðsins hefur alltaf haft það að leiðarljósi að styðja við og styrkja málefni á heimaslóðum sem gætu komið félagsmönnum Verk Vest og fjölskyldum þeirra til góða. Þá hefur sú hugsun einnig verið höfð að leiðarljósi að samfélagið á Vestfjörðum nyti einnig góðs af þessum gjöfum og styrkjum.

Má í því samhengi nefna nýjar rafdrifnar útihurðir á dvalarheimilið Barnahlíð á Reykhólum, göngubretti af fullkomnustu gerð fyrir endurhæfingu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði og á stjórnarfundi Verk Vest í gærkvöldi var staðfest að sjóðurinn myndi leggja söfnun Úlfsjóðs fyrir nýju sneiðmyndartæki lið með mjög myndarlegum hætti. Þess má geta að félagið styrkti einnig kaup á eldra sneiðmyndartæki stofnunarinnar. 

Má segja að með þessum hætti sé sjúkrasjóður með óbeinum hætti að fjárfesta í heilsu félagsmanna þegar til lengri tíma er litið. Enda er megin markmið hans að styðja við og styrkja félagsmanninn í veikindum, eftir slys, og í endurhæfingu. En undanfarin ár hefur sjóðurinn einnig verið nokkuð drjúgur í stuðningi við samfélagsleg málefni á Vestfjörðum, þó ekki hafi farið hátt um þær gjafir.
Deila