Translate to

Fréttir

Skiptar skoðanir um framvindu kjarasamninga

Forseti og varaforseti ASÍ við upphaf fundarins.   mynd.  mbl.is Forseti og varaforseti ASÍ við upphaf fundarins. mynd. mbl.is

Á fundi formanna inna ASÍ sem haldinn var á Grand Hótel í dag voru skiptar skoðanir um hvort rétt væri að óska eftir frestun á endurskoðun kjarasamninga eða ekki.  Samhljómur var meðal  landsbyggðarfélaganna sem velflest lögðust gegn því að frestunarleiðin yrði farin.  Skilaboð frá samninganefnd Verkalýðsfélags Vestfirðinga inn á fundin voru skýr, almennt launafólk á Vestfjörðum hefði ekki notið launaskriðs í góðærinu og því væri ósangjarnt að ætla þeim sem undanfarin misseri hefðu eingöngu verið á strýpuðum töxtum að taka á sig enn frekari skerðingar í formi frestunar á endurskoðun kjarasamnings langt fram á sumar. Launþegar hefðu enga frekari tryggingu fyrir því að samningum yrði ekki einfaldlega sagt upp þegar kæmi fram á sumarið að hálfu atvinnurekanda. Verði farin sú leið að fresta, sem allt stefnir í, þá þarf að liggja fyrir trygging af hálfu Samtaka atvinnulífsins ( SA ) sem miðar að því að koma á móts við þarfir hins almenna taxtalaunamanns. 

 

Samtök atvinnulífsins gáfu út opinbert plagg þar sem samningsmarkmið þeirra eru reifuð, þar er megin áherslan lögð á að tryggja frið á vinnumarkaði á næstu misserum.  Með þessu er gefið í skyn að það er friður og stöðugleiki á vinnumarkaði sem mestu máli skiptir. Í þessu opinbera plaggi eru einnig reifaðar ýmsar leiðir til að nálgast þau samningsmarkmið eins og t.d. frestun umsamdra launahækkana fram á haustið eða jafnvel í versta falli til byrjun árs 2010.  Ef frestunarleiðin verður farin þá er alveg ljóst að SA verður að leggja fram tryggingu, segjum greiðsluáætlun, sem sýnir að svart á hvítu með hvaða hætti þeir hyggist ætla standa við gerða kjarasamninga.  Sé hinsvegar ekki um slíkt að ræða, til hvers þá að fresta ef það er eingöngu til þess að atvinnurekendur segi upp samningum þegar kemur fram á sumarið?  

 

Samninganefnd ASÍ býður nú það erfið verkefni að sætta ólík sjónamið innan hreyfingarinnar jafnframt því að ná fram ásættanlegri niðurstöðu gagnvart atvinnurekendum. Samstaða meðal forustu launþega er það sem mest ríður á við slíkar aðstæður. Við sem erum í forsvari þeirra stéttarfélaga sem þurfa að lúta vilja meirihluta verkalýðshreyfingarinnar munum að sjálfsögðu veita samninganefnd ASÍ jákvætt aðhald um leið og við krefjumst þess að okkar skoðanir verði ekki virtar að vettugi. Þannig viljum við að sé starfað í lýðræðislegum samtökum launafólks.
Deila