Translate to

Fréttir

Skipulagsmál - fundarherferð ASÍ um landið

Frá trúnaðarráðsfundi Verk Vest í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði Frá trúnaðarráðsfundi Verk Vest í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði

Undanfarnar vikur hefur hópur starfsmanna á skrifstofu ASÍ farið um landið og átt fundi með fulltrúum úr stjórnum, varastjórnum og trúnaðarráðum aðildarfélaga ASÍ þar sem rætt hefur verið um skipulag Alþýðusambandsins.  Fundaröðin hófst í Reykjavík 10. febrúar og líkur á Selfossi þann 23. mars.


Markmið fundanna er að fá fram með skipulögðum hætti viðhorf og væntingar í hreyfingunni til uppbyggingar og skipulags verkalýðshreyfingarinnar.  Síðan verður unnið með þær hugmyndir sem koma fram á þessum fundum í þar til gerðum nefndum og miðstjórn áður en tillögur sem sátt næst um verða lagðar fyrir ársfund ASÍ 2010 í október.


Fundur í fyrirhugaðri fundarherferð um landið, með stjórnum, varastjórnum og trúnaðarmannaráðum allra aðildarsamtaka ASÍ, um skipulagsmál sambandsins,  verður haldinn  á Ísafirði fimmtudaginn 18. mars 2010.

Fundurinn á Ísafirði verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 4. hæð, frá 18:30 - 21:30.

Myndir frá fundarherferð ASÍ má sjá hér.

 

Deila