Translate to

Fréttir

Skrifað undir kjarasamning við sveitarfélögin

Bæjarstarfsmenn að verki. Mynd bb.is Bæjarstarfsmenn að verki. Mynd bb.is
Þeir sjá lika um Jólaskrautið. Mynd bb.is Þeir sjá lika um Jólaskrautið. Mynd bb.is
Samkomulag um framlengingu og breytingu á kjarasamningi við Launanefnd sveitarfélaga var undirrituð í gærkvöldi. Gildistími samkomulagsins er frá 1. júli 2009 - 30. nóvember 2010 án endurskoðunarákvæða og tekur ný launatafla gildi frá og með 1. júli 2009 verði samningurinn samþykktur. Í samkomulaginu kveður einnig á um að lágmarkslaun fyrir fullt starf skuli vera kr. 157.000 frá 1. júli 2009 kr. 165.00 frá 1. nóvember og kr. 170.000 þann 1. júní 2010.  Þetta á við um starfsmenn sem eru 18 ára og eldri sem hafa starfað í fjóra mánuði samfellt hjá sama sveitarfélagi.  Laun fyrir tímamælda ákvæðisvinnu og fermetragjald í ræstingu hækka um 11.4% á samningstímanum.  Orlofsuppbót hækkar í kr 25.800 fyrir árið 2010 en desemberuppbótin verður óbreytt út samningstímabilið.

Launahækkanir verða þrí skiptar 1. júli 2009, 1. nóvember 2009 og 1. júlí 2010 og miðast að því að verja stöðu þeirra tekjulægri hjá sveitarfélögunum. Þannig munu mánaðarlaun undir 180.000 hækka um kr 6.750 þann 1. júlí 2009 og aftur um 6.750 þann 1. nóvember 2009 og 6.500 þann 1. júní 2010.  Laun á bilinu 180.000 - 210.000 munu hækka hlutfallslega minna eftir launaflokki og þrepi.  Sem dæmi má nefna að byrjunarlaun í launaflokki 120 hækka um 6.750 frá 1. júlí en 5 þrep sama launaflokks hækkar um 5.500. Sami launaflokkur hækkar um 6.750 frá 1.nóvember 2009 en einstaklingur í 5 þrepi sama launaflokks hækkar um 4.550.  Þann 1. júní 2010 hækka byrjunarlaun í þessum launaflokki um 6.500 en einstaklingur í 5 þrepi hækkar um 4.050. 

Laun sem eru umfram 210.000 í júlí 2009 og umfram 220.000 í nóvember 2009 hækka ekki, en laun á bilinu 180.000 - 225.000 hækka hlutfallslega minna eftir launaflokki og þrepi. Mánaðarlaun fyrir dagvinnu umfram 225.000 eru óbreytt út samningstímann.

Starfsgreinasambandið mun á næstu dögum senda út kynningarbækling til félagsmanna um efni og innihald samningsins.  Með kynningarbæklingnum verða einnig kynntur frestur til að skila kjörgöngnum sem verða send til félagsmanna. Niðurstaða úr atkvæðagreiðslunni mun liggja fyrir kl.12.00 á hádegi þann 14. ágúst næstkomandi, félagsmenn eru hvattir til að taka þátt og greiða atkvæði um samninginn. Hægt er að nálgast samninginn á heimsíðu SGS.
Deila