Translate to

Fréttir

Skrifað undir nýjan kjarsamning við Þörungaverksmiðjuna

Á þriðja tímanum í dag var skrifað undir nýjan kjarasamning Verk Vest við Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum. Nýr kjarasamningur er í anda þeirra samninga sem hafa verið gerðir við félög innan ASÍ að undanförnu með áherslu á launatöflubreytingu og krónutöluhækkun líkt og í kjarasamningi SGS. Þær áherslur skila taxtalauna fólki í verksmiðjunni mjög góðum krónutöluhækkunum frá kr. 38.381 hjá byrjanda upp í kr. 54.363 fyrir 5 ára starfsaldursþrep. Aðrir launatengdir liðir hækka um 5%. 

Kjarasamningurinn er skammtímasamnigur sem gildir afturvirkt frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024 verði hann samþykktur.

Hér má lesa nánar um samninginn.

Samningurinn fer nú í kynningu í fyrir starfsfólk verksmiðjunnar og hefst kjörfundur í verksmiðjunni mánudaginn 19. desember kl.11.30.

Niðurstöðu atkvæðagreiðlunnar skal tilkynnt til SA eigi síðar en kl.12.00 miðvikudaginn 21. desember.

Deila