Skrifað undir samning við sveitarfélögin – megin áhersla á launaliði
Á fimmta tímanum í dag skrifaði samninganefnd
Starfsgreinasambands Íslands ( SGS ) undir samning við Launanefnd sveitarfélagnna ( LN ) um framlengingu
og breytingar á kjarasamningi við
sveitafélögin. Gildistími samningsins er frá 1.desember 2008 - 31. ágúst 2009.
Einnig var undirrituð yfirlýsing milli aðila sem tekur á því að náist sátt um
sameiginlega niðurstöðu á almennum og opinberum markaði, þá mun sú niðurstaða
gilda frá þeim tíma og með þeim breytingum sem niðurstaðan felur í sér.
Helstu atriði samkomulagsins eru; að frá og með 1. Desember tekur gildi ný launatafla. En þar hafa launaviðbætur launaflokka 117-127 frá 28. Janúar 2006 verið felldar inn. Sú innfærsla hefur áhrif á vaktaálagsgreiðslur og yfirvinnu þeirra sem taka laun samkvæmt launaflokkum 117 - 127. Við það bætist að allir launataxtar fá kr.20.300 hækkun. Ræstingarkafli kjarasamnings var endurskrifaður og fær starfsfólk í ræstingu 16% hækkun á tímamælda og fermetramælda ákvæðisvinnu. Persónuuppbót sem greidd verður út nú í desember verður kr.72.399 og orlofsuppbót fyrir árið 2009 verður kr.25.200. Réttur foreldra til fjarveru vegna veikinda barna er aukinn úr 10 í 12 daga. Þá var einnig samþykkt bókun um þátttöku sveitafélaganna í greiðslum til endurhæfingarsjóðs frá og með 1.desember 2008.
Ákveðið hefur verið að halda fund hjá stjórn og trúnaðarráði Verkalýðsfélags Vestfirðinga þriðjudaginn 2.desember þar sem samningurinn verður kyntur. Samninganefnd SGS ákvað að viðhafa póstkosningu um samninginn, en kjörstjórn SGS mun sjá um að senda út kynningarefni og kjörgön til þeirra sem eiga að greiða atkvæði um samninginn. Kosningu um samninginn skal vera lokið föstudaginn 12.desember, en ætlunin er að tilkynna úrslit miðvikudaginn 17.desember. Einnig má lesa um kjarasamninginn á heimasíðu SGS.
Helstu atriði samkomulagsins eru; að frá og með 1. Desember tekur gildi ný launatafla. En þar hafa launaviðbætur launaflokka 117-127 frá 28. Janúar 2006 verið felldar inn. Sú innfærsla hefur áhrif á vaktaálagsgreiðslur og yfirvinnu þeirra sem taka laun samkvæmt launaflokkum 117 - 127. Við það bætist að allir launataxtar fá kr.20.300 hækkun. Ræstingarkafli kjarasamnings var endurskrifaður og fær starfsfólk í ræstingu 16% hækkun á tímamælda og fermetramælda ákvæðisvinnu. Persónuuppbót sem greidd verður út nú í desember verður kr.72.399 og orlofsuppbót fyrir árið 2009 verður kr.25.200. Réttur foreldra til fjarveru vegna veikinda barna er aukinn úr 10 í 12 daga. Þá var einnig samþykkt bókun um þátttöku sveitafélaganna í greiðslum til endurhæfingarsjóðs frá og með 1.desember 2008.
Ákveðið hefur verið að halda fund hjá stjórn og trúnaðarráði Verkalýðsfélags Vestfirðinga þriðjudaginn 2.desember þar sem samningurinn verður kyntur. Samninganefnd SGS ákvað að viðhafa póstkosningu um samninginn, en kjörstjórn SGS mun sjá um að senda út kynningarefni og kjörgön til þeirra sem eiga að greiða atkvæði um samninginn. Kosningu um samninginn skal vera lokið föstudaginn 12.desember, en ætlunin er að tilkynna úrslit miðvikudaginn 17.desember. Einnig má lesa um kjarasamninginn á heimasíðu SGS.