Translate to

Fréttir

Skýringar varðandi breyttar reglur um orlof

Í kjarasamningunum sem samið var um á almennum markaði og voru undirritaðir 7. mars sl. varð breyting á ávinnslu orlofs, en þessar breytingar tóku gildi 1. maí sl. Textinn í kjarasamningnum er eftirfarandi:

Frá og með 1. maí 2024 breytist orlofsávinnsla sem hér segir (orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025):

Starfsmaður sem náð hefur 22 ára aldri og starfað hefur í 6 mánuði í sama fyrirtæki skal eiga rétt á orlofi í 25 daga og orlofslaunum sem nema 10,64%.

Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 26 virka daga og orlofslaunum sem nema 11,11%.

Frá og með 1.maí 2025 breytist orlofsávinnsla sem hér segir (orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2026):

Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%.

Deila