fimmtudagurinn 23. janúar 2014

Snæfellingar í heimsókn

Stjórn og starfsfólk Vlf. Snæfellinga.
Stjórn og starfsfólk Vlf. Snæfellinga.

Stjórn og starfsfólk Verkslýðsfélags Snæfellinga kom í heimsókn til Verk Vest á dögunum. Tilefni heimsóknar var að kynnast starfsemi og uppbyggingu hjá Verk Vest. En ástæðuna má rekja til þess að bæði félögin hafa orðið til með sameiningu nokkurra stéttarfélaga og er samsetning félagsmanna með nokkuð áþekkum hætti.

 

Vlf. Snæfellinga hefur verið í undirbúningsvinnu sem miðar að bættu innar og ytra starfi hjá félaginu og horfðu til þess hvernig til hefði tekist hjá Verk Vest.  En miklar breytingar hafa verið gerða á starfsemi Verk Vest undanfarin ár sem voru staðfestar á aðalfundi félagsins 2013. Í því samhengi var helst horft til breytinga á lögum Verk Vest, nýjar starfs- og siðareglur og uppbyggingu innri vinnuferla, innheimtureglna og félagaskráningu. Félögin áttu tvo sameiginlega vinnufundi þar sem farið var yfir félagsleg málefni ásamt því sem stjórn Vlf. Snæfellinga hélt stjórnarfundi í lok heimsóknarinnar.

Stjórnarmenn félaganna voru sammála um að vel hefði til tekist og að bæði félögin hefðu haft mikið gagn af heimsókninni og væntu góðs af samstarfi milli félaganna í framhaldinu.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.