Translate to

Fréttir

Sóknarfæri í vinnslu og veiðum - út með olíuhreinsistöðina ?

Skipta þessu út Skipta þessu út
og fá miklu meira af þeim gula ! og fá miklu meira af þeim gula !
Sigurður Pétursson Sigurður Pétursson
Sitt sýnist hverjum um ágæti þess að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum, hefur umhverfisráðherra tekið svo djúpt í árinni að kalla framkvæmdina heimskulega og mesta slys Íslandssögunnar ef af henni verður. Nú hefur Sigurður Pétursson bæjarfulltrúi á Ísafirði komið fram með áhugaverða hugmynd til lausnar á áratugalöngu þrætuepli varðandi kvótamál Vestfirðinga. Einnig er hér komin farsæl lausn á vangaveltum vegna áður nefndrar olíuhreinsistöðvar sem fyrirhugað er að verði reist á Vestfjörðum. 

Þessar hugmyndir,  sem ganga út á það að olíuhreinsistöð verði skipt út fyrir aukinn kvóta til Vestfirðinga, ættu að sætta ólík sjónarmið hvar í flokki sem menn standa. Sérstaklega hvað varðar náttúruvernd og aukið atvinnuöryggi í sjávarútvegi, bæði landvinnslu og útgerð.  Greinina má lesa í heild sinni á vef Bæjarins Besta á Ísafirði.
Deila