Translate to

Fréttir

Staða, hlutverk og framtíð verkalýðshreyfingarinnar - námskeið

Verkalýðsfélag Vestfirðinga í samstarfi við Félagsmálaskóla alþýðu og ASÍ halda opið námskeið um umhverfi og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Gerð verður grein fyrir skipulagi á íslenskum vinnumarkaði, samtökum launafólks og atvinnurekenda sem og samskiptum á vinnumarkaði og hvernig þau hafa þróast. Þá verður einnig leitað svara við spurningunni um verkefni verkalýðshreyfingarinnar við breyttar aðstæður og hvernig hún geti sem best sinnt hlutverki sínu við þær aðstæður.

Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Halldór Grönvold frá ASÍ en námskeiðið er hugsað fyrir trúnaðarmenn og aðra þá talsmenn félagsins sem láta sig málefni hreyfingarinnar skipta.

Námskeiðið verður haldið í Fræðslumiðstöð Vestfjarða miðvikudaginn 14. október næst komandi kl 18:30 og er félagmönnum Verk Vest að kostnaðarlausu. Skráning fer fram í síma 4563190 og í postur@verkvest.is

Ætlunin er að tengjast félagsmönnum á Hólmavík, Reykhólum, Patreksfirði og Bíldudal gegnum fjarfundarbúnað ef næg þátttaka fæst á þeim stöðum.
Deila