Translate to

Fréttir

Staðan í samningamálum - hugmyndir ríkisstjórnarinnar vonbrigði

Eftir að samningaviðræðum var slitið fyrir jól eru viðræður SGS og SA komnar á fullt skrið að nýju. Þrátt fyrir að samningar hafi verið lausir frá áramótum virðist lausn deilunnar ekki vera í sjónmáli. Áherslur ríkisstjórnarinnar í skattamálum er ekki sú innspýting sem vonast var eftir.  Á formannafundi landsbyggðarfélaga innan SGS sem haldin var 7. janúar sl. var farið yfir stöðuna og hvað skerf yrðu farin næst með eða án aðkomu ríkisstjórnarinnar. Einnig var farið yfir sameiginlegar kröfur landsambanda innan ASÍ. Samþykkti fundurinn að veita viðræðunefnd umboð til að vísa deilunni áfram til ríkissáttasemjara föstudaginn 11. janúar verði ekki árangur af viðræðum við SA.


Eftir fund formanna landsambanda ASÍ og SA, sem lauk fyrr í dag, má ljóst vera að væntingar SGS í skattamálum ríkistjórnarinnar verða ekki að veruleika, er þar m.a. átt við sérstakan persónuaflátt fyrir hina lægst launuðu. Það eru því gríðarleg vonbrigði að ekki skyldi reyna á þann launaramma sem var ræddur á formannafundinum þann 7.janúar sl. en töluverðar væntingar voru bundnar við jákvæð viðbrögð gagnvart honum. Í ljósi þessa mun nú hvert landssamband ræða við SA á grundvelli fyrirliggjandi kröfugerðar, og hefur samningafundur viðræðunefndar SGS og SA verið boðaður á morgun. Niðurstöður þess fundar segja til um hvort deilunni verði vísað áfram til sáttasemjara.

Deila