Translate to

Fréttir

Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga: Launahækkun gildir frá 1. júlí

Eins og sagt var frá hér á vefnum 14. þessa mánaðar voru samningar SGS við ríki og sveitarfélög samþykktir í sameiginlegum allsherjaratkvæðagreiðslum. Þar sem úrslit voru ekki ljós fyrr en um miðjan þennan mánuð, þó samningarnir gildi frá 1. júlí, fá starfsmenn ríkis og sveitarfélaga greitt samkvæmt þeim í fyrsta skipti nú um mánaðamótin. Leiðrétting á launum fyrir júlí á þá að fylgja með. Því miður er hætt við að þessi launahækkun, eins og hækkanir á almenna markaðnum, dugi okkar fólki skammt í verðbólgu sem mælist 10,9% á ársgrundvelli skv. vef ASÍ.

Launahækkanirnar lúta nokkuð flóknum lögmálum og launauppgjörin kynnu að vefjast fyrir fólki, ekki síst þar sem um leiðréttingu aftur í tímann er að ræða. Þeir sem eiga erfitt með að átta sig á launaseðlunum eru hvattir til að hafa samband skrifstofu félagsins.

Deila