Starfsgreinasambandið vill skoða samræmda launastefnu.
Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandins, annarra en Flóafélanna þriggja, sem haldinn var í dag gerðu fulltrúar aðildarfélaganna grein fyrir afstöðu viðkomandi félaga til hugmynda að samræmdri launastefnu á vinnumarkaði. Tólf félög samþykktu að skoða nánar hugmyndir um samræmda launastefnu, þó með ýmsum fyrirvörum. Tvö félög voru andvíg þessum sjónarmiðum en fulltrúar tveggja félaga voru fjarverandi.
Samninganefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að kjarasamningarnir verði vegvísir út úr þeim vanda sem við er að glíma en þá verða Samtök atvinnulífsins og ríkisvaldið að vera tilbúin til þess að koma til móts við áherslur Starfsgreinasambandsins.