Translate to

Fréttir

Starfslok - að hverju þarf að huga ?

Eldri félagsmenn í Verk Vest og Fos Vest eru hvattir til að nýta þetta tækifæri Eldri félagsmenn í Verk Vest og Fos Vest eru hvattir til að nýta þetta tækifæri

Mörgum reynast starfslok vegna aldurs, eða að öðrum orsökum, erfið. Fólk Kvíðir því að fjárhagurinn þrengist, það kvíðir aðgerðarleysinu og þannig mætti áfram telja. Það er þó óvissan sem reynist mörgum erfiðust.

Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum bjóða félagsmönnum sínum að taka þátt í námskeiði sem fjallar um ýmis þau atriði sem rétt getur verið að benda fólki á við starfslok. Má þar telja atriði sem varða fjármálin, búsetumál, auknar frístundir og hvernig best sé að verja þeim sem og önnur atriði. Þá verður einnig reynt að leyta svara við við spurningum eins og: Á hverju lifi ég ? Hvernig lýður mér ? Hvar og hvernig bý ég ? Hvernig nota ég tímann?  Námskeiðið getur einnig nýst trúnaðarmönnum á vinnustöðum þegar kemur að því að styðja við samstarfsfólk sem hugsanlega stendur frammi fyrir því að starfsferli þess sé að ljúka.

Námskeiðið verður haldið í húsnæði Verk Vest í Pólgötu 2 á Ísafirði og stendur frá kl 17:30 - 20 :30. Skráning fer fram hjá Fos Vest í síma 4564077 eða tölvupóstur fosvest@fosvest.is og hjá Verk Vest í síma 4565190 eða í tölvupósti á postur@verkvest.is . Skráningar þurfa að hafa borist eigi síðar en þriðjudaginn 16. mars.

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Deila