Translate to

Fréttir

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks

Nú um áramót tóku gildi breyttar reglur um úthlutun úr starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks. Helstu breytingar eru raktar hér fyrir neðan í formi spurninga og svara.
  • Hvenær taka nýjar reglur gildi?

Hægt er að sækja um samkvæmt nýju reglunum strax um áramótin 2013/2014.

  • Hver er helsta breytingin í nýjum reglum?

Félagsmaður í fullu starfi hefur rétt á að sækja um allt að 90.000 kr. í styrk á ári samkvæmt

nýju reglunum. Í núverandi reglum safna félagsmenn stigum eftir því hvað þeir fá í tekjur.

Dæmi: ef starfsmaður hefur 225.000 kr. í tekjur á mánuði fær viðkomandi 1,25 stig á mánuði

(225.000/180.000 = 1,25). Það samsvarar 1.250 króna styrk á mánuði, eða kr. 15.000 á ári.

  • Ef ég fer á starfstengt námskeið sem kostar 130.000 kr., hve mikið get

ég fengið endurgreitt samkvæmt nýju reglunum?

Samkvæmt nýju reglunum er hægt að fá 75% af greiddu námskeiðsgjaldi í starfstengdu námi

endurgreidd. Það gera 97.500 kr. og þá fengir þú 90.000 kr.

  • Ég er í hlutastarfi, get ég sótt um styrk samkvæmt nýju reglunum?

Fullur styrkur miðast við lágmarkslaun, sem eru 196.450 kr. Félagsmenn sem eru í hlutastarfi með

laun undir þeirri krónutölu geta sótt um og fengið hlutfall af hámarksstyrk sem er 90.000 kr.

  • Hvers vegna var ákveðið að breyta reglunum?

Nýjar reglur eiga að gera félagsmönnum með lægri laun kleift að vinna sér inn réttindi hraðar.

Einnig er það von sjóðsins að nýju reglurnar hvetji félagsmenn til frekari þátttöku í símenntun.

  • Ég á mörg fræðslustig uppsöfnuð. Hvað verður um þau?

Tveggja ára aðlögunartími hefst um áramótin 2013/2014. Þú hefur því tvö ár frá áramótum til þess

að nota stigin þín. Ekki er hægt að sækja um styrk samkvæmt eldri og nýjum reglum á sama ári.

  • Það er alltaf talað um að starfstengt nám sé styrkhæft, hvað með tómstundanám eða líkamsrækt?

Tómstundanám er nám sem tengist starfi ekki með beinum hætti. Hægt er að sækja um styrk

fyrir tómstundanámi og er greiddur helmingur af kostnaði þess. Þó ekki hærri upphæð en

20.000 kr. á ári, sem dregst frá hámarksstyrk 90.000 kr. Líkamsrækt er ekki styrkt af starfsmenntasjóði

en hægt er að nýta varasjóðinn vegna hennar.

  • Er hægt að safna styrknum milli ára?

Já, ef ekkert er sótt í sjóðinn í 3 ár getur félagsmaður fengið styrk að upphæð 270.000 kr. fyrir eitt

samfellt nám. Ekki er hægt að safna umfram þá upphæð. Þessi regla tekur gildi árið 2017.

Félagsmönnum Verk Vest í deild verslunar- og skrifstofufólks er bent á að hægt er að fá nánari upplýsingar um breytingarnar starfsfólki Verk Vest ef einhverjar spurningar koma upp varðandi breytingarnar. Einnig má finna frekari upplýsingar á heimasíðu sjóðsins.
Deila