Sterkari saman! - fimmta þing Starfsgreinasambands Íslands
Í dag og á morgun, 14. og 15. október, fer fimmta reglulega þing Starfsgreinasambands Íslands fram á Hótel Natura í Reykjavík, en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Sterkari saman í 15 ár“. Þegar formaður Starfsgreinasambandsins og Einingar-Iðju, Björn Snæbjörnsson, hefur sett þingið munu þau Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, flytja ávörp.
Hér má lesa setningarræðu Björns Snæbjörnssonar formanns SGS.
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) er landssamband almenns og sérhæfðs verkafólks. SGS er stærsta landssamband innan ASÍ, en 19 verkalýðsfélög eiga aðild að sambandinu með um 50 þúsund félagsmenn.
Aðildarfélög SGS eru þessi:
Efling-stéttarfélag, Vlf. Akraness, Stéttarfélag Vesturlands, Vlf. Snæfellinga, Vlf. Vestfirðinga, Vlsfél. Bolungarvíkur, Stéttarfélagið Samstaða, Aldan stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Vlf. Þórshafnar, Afl-Starfsgreinafélag, Vlf. Suðurlands, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Vfl. Grindavíkur, Vlsfél. Keflavíkur og nágrennis (VSFK), Vlsfél. Sandgerðis og Vlf. Hlíf.
Þingfulltrúar Verk Vest á þingi SGS eru þau Finnbogi Sveinbjörnsson, Hnífsdal, Ólafur Baldursson, Ísafirði, Sólrún B. Aradóttir, Bíldudal og Sigurlaug Stefánsdóttir, Hólmavík.
Dagskrá 5. þings Starfsgreinasambands Íslands Hótel Natura í Reykjavík 14.-15. október 2015
Miðvikudagur 14. október 2015
- Kl. 10:00 Setning og ávörp gesta
- Eygló Harðardóttir, ráðherri félags- og húsnæðismála
- Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
- Kl. 10:45 Yfirlit yfir þróun og horfur í kjaramálum, Ólafur Darri Andrason
- Kl. 11:15
- Álit kjörbréfanefndar, kosning þingforseta og ritara
- Kosning nefndanefndar
- Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra SGS 2013-2015
- Ársreikningar sambandsins 2013 og 2014
- Kl. 11:45 Matarhlé
- Kl. 13:00 Kynning á ályktunum, lagabreytingum, starfsáætlun og fjárhagsáætlun Lagabreytingar, fyrri umræða
- Kl. 13:30 Almennar umræður
- Kl. 15:00 Kaffihlé
- Kl. 15:30
- Nefndanefnd kynnir niðurstöður sínar
- Nefndastörf (Kjaranefnd, Starfsháttanefnd, Laganefnd, Kjörnefnd, Atvinnunefnd og Húsnæðisnefnd)
- Kl. 18:00 Matur
Fimmtudagur 15. október 2015
- Kl. 09:00 Lagabreytingar, síðari umræða og afgreiðsla
- Kl. 10:00
- Almenn umræða
- Afgreiðsla ályktana frá nefndum
- Afgreiðsla starfs- og fjárhagsáætlunar
- Ákvörðun um skatthlutfall
- Kl. 12:30 Matarhlé
- Kl. 13:30 Afgreiðslu mála fram haldið
- Kl. 14:30
- Kosning formanns SGS
- Kosning varaformanns SGS
- Kosning 5 aðalmanna í framkvæmdastjórn SGS
- Kosning 5 varamanna í framkvæmdastjórn SGS
- Kosning endurskoðenda og félagslegar skoðunarmanna reikninga
- Kosning fastanefnda (Laganefnd og Kjörnefnd)
- Kl. 16:00 Þingslit