Stjón Verk Vest samþykkir stofnaðild að Starfsenfurhæfingu Vestfjarða
Stjórn félagsins hafði áður samþykkt að félagið tæki þátt í undirbúningsvinnu við að koma starfsendurhæfingunni á laggirnar. Í framhaldi af þeirri vinnu og fyrri ákvörðun stjórnar var ákveðið að Verkalýðsfélag Vestfirðinga yrði stofnfélagi í Starfsendurhæfingu Vestfjarða. Var það mál fundarmanna að koma slíkri endurhæfingu á fót í heimabyggð væri mikill fengur fyrir þá félagsmenn sem þurfa á aðstoð að halda þegar kreppir að vegna langvarandi veikinda af ýmsum toga.
Vonast undirbúningshópur starfsendurhæfingarinnar til að hægt verði að halda stofnfund í September næst komandi og næsta skref væri að auglýsa eftir starfsmanni endurhæfingarinnar.
Þá var einnig samþykkt á fundinum að fasteign félagsins á Hólmavík yrði auglýst til sölu, en fasteignin hefur verið í útleigu undanfarin misseri. Þá voru nýgerður kjarasamningur fyrir beitningarfólk og stofnanasamningur fyrir starfsfólk Vegagerðarinnar einnig lagði fram til kynningar.