Translate to

Fréttir

Stjórn Orlofssjóðs samþykkir breytingar á úthlutunarreglum

Orlofsbyggin í Flókalundi Orlofsbyggin í Flókalundi

Á fundi stjórnar orlofssjóðs Verk Vest var samykkt að breyta gildandi úthlutunarreglum. Helstu breytingar felast í að nú er punktakerfi sem tekið var í notkun vegna úthlutunar árið 2014 komið inn reglurnar ásamt breytingum sem voru gerðar vegna skila og umgengni á orlofseignum félagsins.

Ástæða þess að breytingar eru gerðar á reglunum er vegna slæms viðskilnaðar á íbúðum. Í leigusamningum er gert ráð fyrir að félagsmenn sjái sjálfir um þrif á íbúðum og skili þeim hreinum og snyrtilegum. Félagið hefur boðið félagsmönnum upp á þann möguleika að kaupa þrif gegn vægu gjaldi. Töluvert er um að félagsmenn nýti þennan möguleika. Allflestir skila íbúðunum í mjög góðu ástandi en tilvik þar sem illa hefur verið gengið um og íbúðir jafnvel ekki þrifnar hefur því miður fjölgað. Í því ljósi tók stjórn orlofssjóðs þá ákvörðun að setja sektargjald á "skussana". í slíkum tilvikum er hreingerningarfólk kallað út til að þrífa íbúð sem illa hafði verið skilið við og eru viðkomandi rukkaðir sérstaklega fyrir þau þrif.

Einnig var tekin ákvörðun um að setja lyklagjald á þá sem ekki skila lyklum innan tilskilins tíma. Stjórn orlofssjóðs vonast til að þurfa ekki að beita sektarákvæðinu, en nokkur brögð eru á að fólk skili lyklum seint og illa.

Nánari upplýsingar um breyttar reglur má finna hér á heimasíðu félagsins.

Deila