Translate to

Fréttir

Stjórn og trúnaðarráð Verk Vest samþykkir stuðning við aðgerðarhóp SGS

Stjórn og trúnaðarráð mætir til fundar Stjórn og trúnaðarráð mætir til fundar

Fundur stjórnar og trúnaðarráðs Verk Vest samþykkir stuðning við aðgerðarhóp SGS og hvetur landssambönd innan ASÍ til Samstöðu.


Fjölmennur fundur stjórnar og trúnaðarráðs Verk Vest furðar sig á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við hugmyndum ASÍ skatta- og velferðarmálum. Á fundinum var farið yfir stöðuna í samningamálum og hver væru næstu skref af hálfu launþega. Einnig voru helstu áhersluatrið stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í efnahags- og atvinnumálum tekin fyrir og þau borin saman við kröfur launþega og áherslur ASÍ í skatta- og velferðarmálum. Eftir þann samanburð er ekki að undra þó launþegar hafi borið ákveðna bjartsýni í brjósti gagnvart aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningunum.


Eins og komið fram þá hefur SGS komið á fót aðgerðarhópi sem stjórn og trúnaðarráð hefur samþykkt að veita stuðning í formi greiðslna úr vinnudeilusjóði félagsins að gefnum ákveðnum forsendum. Jafnframt hvetur fundurinn landssambönd innan ASÍ til samstöðu í baráttunni fyrir bættum kjörum láglauna- og millitekjufólks. Landsambönd innan ASÍ verða að leggja til hliðar séráherslur í kröfum sínum til að ná fram heildstæðum kjarasamningum á sameiginlegu samningaborði við SA.

Deila