Translate to

Fréttir

Stjórnarmaður í Verk-Vest á Alþingi

Lilja Rafney heldur upp á baráttudaginn 1. maí á Suðureyri í fyrra. Lilja Rafney heldur upp á baráttudaginn 1. maí á Suðureyri í fyrra.

Ekki fer á milli mála að úrslit kosninganna á laugardaginn voru stórsigur þeirra sem aðhyllast jöfnuð og samhjálp og þýða mikla breytingu á pólitísku landslagi hér á landi. Stjórnarflokkarnir hafa nú öruggan þingmeirihluta og augljóst er að meirihluti kjósenda ætlast til að þeir nái samkomulagi um samstarf áfram. Miklar kröfur verða gerðar til flokkanna í því efni.

Það teljast líka mikil og gleðileg tíðindi að konur eru yfir 40% þingmanna og eðlilegt hlutfall, 50%, vonandi skammt undan.

Í Norðvesturkjördæmi náðu 2 konur kjöri, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænum og Ólína Þorvarðardóttir, Samfylkingu. Lilja Rafney hefur starfað í samtökum verkalýðsins á Vestfjörðum í meira en 20 ár. Hún er nú formaður deildar Súganda á Suðureyri í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og situr í stjórn félagsins. Vefurinn færir Lilju hamingju- og árnaðaróskir af þessu tilefni og væntir þess að vestfirskt verkafólk muni áfram njóta góðs af störfum hennar á þessum nýja vettvangi.

Deila